Um mig

mín saga

Frá því ég man eftir mér hef ég verið áhugasöm um fólk, hvernig það hugsar, hegðar sér og ekki síst hvernig það bætir líf sitt. Ég hef líka ávallt notið þess að hreyfa mig og haft mikinn áhuga á heilsueflingu og næringu. Þrátt fyrir þennan áhuga minn tókst mér að keyra sjálfa mig í kafi fyrir nærri áratug. Lífsbjörg mín kom í formi jóga og hugleiðslu sem umbreyttu lífi mínu og fjölskyldu minnar. Stöðug forvitni um hollustu, meðvitund og innskoðun hafa svo kennt mér að þekkja hvaða fæða og hreyfing hentar mínum líkama. 

Ástríða mín í dag felst í því að gefa áfram allt það sem ég hef lært og styðja aðra í að efla heilsuna sína og lifa sínu besta lífi. 

Ég trúi því að líkamar okkar eru einstakir, sem markast of okkar lífshlaupi og reynslu, og að það sama henti ekki okkur öllum. Við erum sjálf sérfræðingar í okkur og vitum sjálf best hvaða leiðir til heilsueflingar henta okkar líkama og lífi. Við höfum öll þá þekkingu sem til þarf en þurfum stuðning til að ná árangri. Ef þú ert tilbúin/n að stíga næsta skref í átt að sterkari heilsu þá er ég hérna til að styðja þig!

f

EF ÞÚ ERT TILBÚIN AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVERNIG ÞÚ GETUR BÆTT HEILSU ÞÍNA OG LIFAÐ ÞÍNU BESTA LÍFI ÞÁ HAFÐU SAMBAND!​

Hafðu Samband

Finnum þína lausn saman

    ég trúi því að

    • Góð heilsa

      snúist um miklu meira en aðeins líkamlega starfsemi.

    • til að efla

      heilsuna þurfi einnig að huga að andlegum og félagslegum þáttum.

    • við getum öll

      átt friðsælt og hamingjuríkt líf í hraustum líkama.

    • hraustur líkami

      sé á allra færi þar sem við njótum og gerum það sem gleður okkur.

    Faglegt nám og reynsla

    Ég er með BA gráðu í sálfræði, MA gráðu í mannauðstjórnun, post grad diploma í tilfinningagreind og er viðurkenndur bókari. Ég er 560 RYT jógakennari, heilsumarkþjálfi og með 25 ára reynslu af ýmiskonar líkamsræktarþjálfun. Ég hef starfað við rannsóknir, eigin rekstur sem heilsuþjálfari og sem fjármálastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki.

    g