Þjálfun

þjálfun

Ég trúi því að góð heilsa snúist ekki aðeins um líkamann, heldur einnig andlega og félagslega þætti. Hún snertir í raun alla fleti lífs okkar og þegar það kemur að því að efla hana þurfi að skoða líf okkar í heild. 

Ég trúi því líka að við erum sérfræðingar í okkur sjálfum og vitum sjálfar best hvaða breytingar við þurfum að gera til að líða betur. Að gera þær breytingar er þó ekki endilega einfalt eða auðvelt.

Ég er hér til að aðstoða þig á þinni vegferð til öflugrar heilsu. Ég er sérhæfð í að hlusta á þig, aðstoða þig við að finna þín eigin markmið, styðja þig í að vinna að þeim markmiðum og vera til staðar fyrir þig þegar hindranirnar sækja að. 

Hafir þú áhuga á að verða sterkari, friðsælli og hamingjusamari þá endilega hafðu samband og við hefjum þína vegferð að bættri heilsu!

f

Ef þú ert tilbúin að komast að því hvernig þú getur bætt heilsu þína og lifað þínu besta lífi þá hafðu samband!

hafðu samband

Finnum þína lausn saman!

  ég er hér fyrir þig!

  • góð heilsa

   snýst ekki bara um líkamann, heldur einnig um andlega og félagslega þætti.

  • við erum

   sérfræðingar í okkur sjálfum og vitum sjálfar best hvaða breytingar við þurfum.

  • ég er hér

   til að aðstoða þig á þinni vegferð til öflugrar heilsu. Ég er hér til að hlusta á þig.

  • Saman finnum

   við markmiðin þín, setjum niður leiðina að þeim og hjálpumst að þegar hindranir koma.

  Faglegt nám og reynsla

  Ég er með BA gráðu í sálfræði, MA gráðu í mannauðstjórnun, post grad diploma í tilfinningagreind og er viðurkenndur bókari. Ég er 560 RYT jógakennari, heilsumarkþjálfi og með 25 ára reynslu af ýmiskonar líkamsræktarþjálfun. Ég hef starfað við rannsóknir, eigin rekstur sem heilsuþjálfari og sem fjármálastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki.

  g