Jóga

Jóga

Ég tek að mér leiðsögn í jóga fyrir stóra sem litla hópa, innan fyrirtækja sem utan þeirra. 

Tek jafnframt að mér einkatíma.

Ástundun jóga einfaldar okkur að finna jafnvægi í lífi og starfi. Hún eykur liðleika líkamans, styrkir hann, bætir líkamsvitund, eykur gæði svefns og bætir meltingu. Jóga hentar öllum, óháð líkamsformi eða getu. 

Tek að mér byrjendur jafnt sem lengra komna.

f

Ef þú ert tilbúin að komast að því hvernig þú getur bætt heilsu þína og lifað þínu besta lífi þá hafðu samband!

Hafðu samband

Finnum þína lausn saman!

  ég trúi því að

  • Góð heilsa

   snúist um miklu meira en aðeins líkamlega starfsemi.

  • til að efla

   heilsuna þurfi einnig að huga að andlegum og félagslegum þáttum.

  • við getum öll

   átt friðsælt og hamingjuríkt líf í hraustum líkama.

  • hraustur líkami

   sé á allra færi þar sem við njótum og gerum það sem gleður okkur.

  g

  Faglegt nám og reynsla

  Ég er með BA gráðu í sálfræði, MA gráðu í mannauðstjórnun, post grad diploma í tilfinningagreind og er viðurkenndur bókari. Ég er 560 RYT jógakennari, heilsumarkþjálfi og með 25 ára reynslu af ýmiskonar líkamsræktarþjálfun. Ég hef starfað við rannsóknir, eigin rekstur sem heilsuþjálfari og sem fjármálastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki.